Raunverulegir eigendur

.

Upplýsingar

Við nýskráningu lögaðila eða útibúa í fyrirtækjaskrá ber að tilkynna um raunverulega eigendur þeirra. Ef ekki hefur verið tilkynnt um raunverulega eigendur þeirra aðila sem þegar eru skráðir í fyrirtækjaskrá skulu þeir hafa frumkvæði að því að bæta úr því. 

Verði breytingar á áður skráðum upplýsingum um raunverulega eigendur ber að tilkynna þær til fyrirtækjaskrár innan tveggja vikna frá breytingu.

Leiðbeiningar

Skráning raunverulegs eiganda
Breyting skráningar raunverulegs eiganda - félög í atvinnurekstri
Breyting skráningar raunverulegs eiganda - félagasamtök og sambærilegir aðilar
Spurt og svarað

Nýskráning

Í tilfelli nýskráninga skal tilkynna upplýsingar um raunverulega eigendur með eyðublaði RSK 17.27 og skal eyðublaðið fylgja stofngögnum félags til fyrirtækjaskrár. Þeir lögaðilar sem þegar eru skráðir í fyrirtækjaskrá skrá raunverulega eigendur með því að fara inn á þjónustusvæði sitt á skattur.is.

Skráningarskylda

Öll atvinnurekstrarfélög sem stofnuð voru frá og með 30. ágúst 2019 hafa skilað inn upplýsingum um raunverulega eigendur.

Skráningarskyld félög eru sjálf ábyrg fyrir því að afla upplýsinga um raunverulega eigendur sína og getur fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra ekki veitt sérstakar ráðleggingar í þeim efnum. Leiki vafi á því hver telst raunverulegur eigandi skráningarskylds félags skal leita ráða hjá utanaðkomandi fagaðila, s.s. lögmanni, löggiltum endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.

Fyrirspurnir sem tengjast skráningu raunverulegra eigenda má senda á tölvupóstfangið raunverulegur@skatturinn.is

Fylgigögn með skráningu raunverulegra eigenda

Það er á ábyrgð lögaðila að innsend gögn sem eiga að staðfesta skráningu raunverulegs eiganda séu fullnægjandi. Skráning raunverulegs eiganda á sér stað um leið og rafrænni undirritun er lokið.

Dæmi um fylgigögn eru t.d.:

  • dagsett og undirrituð hlutaskrá
  • hlutafjármiðar
  • ársreikningur (tilgreini hann hluthafa, þ.e. ekki hnappsreikningur)
  • einkaréttarlegir samningar svo sem kaupsamningar, hluthafasamkomulag o.s.frv.

Í tilviki félagasamtaka og sambærilegra aðila geta fylgigögn verið t.d. fundargerð eða útskrift úr fyrirtækjaskrá.

Innsend fylgigögn skulu staðfesta að upplýsingar um raunverulegan eiganda og tegund eignarhalds séu réttar og skulu framlögð gögn staðfesta eigendakeðjuna frá botni og upp, allt til raunverulegs eiganda. Þá þarf einnig að gæta að því að uppfæra fylgigögn ef þau endurspegla ekki nýjar/leiðréttar upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins. 

Athugasemdir við ófullnægjandi fylgigögn geta verið gerðar við eftirlit og handahófskennda yfirferð skráninga.

.

Skilgreiningar á tegundum eignarhalds

Samkvæmt lögum um skráningu raunverulegra eigenda ber að tilgreina tegund eignarhalds þegar raunverulegur eigandi er skráður. Hér að neðan má sjá skilgreiningar á þeim tegundum eignarhalds sem tilgreindar eru í 4. tölul. 3. gr. laga um skráningu raunverulegra eigenda nr. 82/2019.

Beint eignarhald á hlutafé

Óbeint eignarhald á hlutafé

Bein annars konar eignarheimild

Óbein annars konar eignarheimild

Beint atkvæðavægi

Óbeint atkvæðavægi

Beint og óbeint ákvörðunarvald

Bein og óbein yfirráð

Bein stjórnun

Óbein stjórnun

Tilnefning stjórnarmanna

Viðurlög

Ákveðin viðurlög eru við því að láta hjá líða að veita upplýsingar um raunverulega eigendur, upplýsingar eru rangar eða villandi eða ef farið er gegn reglum um varðveislu gagna. Í eftirfarandi umfjöllun er farið yfir þau viðurlög sem beitt er við þær aðstæður.

Dagsektir

Stjórnvaldssektir

Heimild til afskráningar og slita skráningarskylds aðila

Málshöfðunarfrestur

Ítarefni

Hvar finn ég reglurnar?

Eyðublöð


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum