Álagningarskrá einstaklinga vegna tekjuársins 2023 lögð fram
Álagningarskrá vegna álagningar á einstaklinga á árinu 2024 vegna tekjuársins 2023 er til sýnis frá 19. ágúst til 2. september að báðum dögum meðtöldum.
Skrá yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga er til sýnis á
almennum starfsstöðvum Skattsins utan Reykjavíkur, en í Reykjavík að
Katrínartúni 6.
Óheimilt er að eiga við skrána, taka afrit með rafrænum hætti eða ljós- eða hreyfimyndir.