Auglýsingar
Skattskrár og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2020 lagðar fram
Skattskrár vegna álagningar á einstaklinga og lögaðila á árinu 2021 og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2020 eru lagðar fram 28. apríl 2022 - 11. maí 2022.
Skrár yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga og lögaðila á árinu 2021 vegna tekjuársins 2020 ásamt virðisaukaskattsskrá eru til sýnis dagana 28. apríl til 11. maí 2022, að báðum dögum meðtöldum, á almennum starfsstöðvum Skattsins utan Reykjavíkur en í Reykjavík í Tollhúsinu Tryggvagötu 19.
Auglýsing þessi er birt, skv. 2. mgr.
98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt,
og 46. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt.
Reykjavík, 28. apríl 2022
Ríkisskattstjóri