Fréttir og tilkynningar


Gjalddagi gistináttaskatts 5. apríl – ertu örugglega skráður?

Skráning á gistináttaskattsskrá

8.3.2024

Gistináttaskattur kom aftur til framkvæmda þann 1. janúar 2024 og ber því að innheimta gistináttaskatt og standa skil á honum í ríkissjóð vegna sölu á gistiaðstöðu samkvæmt ákvæðum laga um gistináttaskatt.

Endurskráning

Þeir aðilar sem voru á gistináttaskattsskrá áður en hann var afnuminn tímabundið þurfa að skrá sig á skrána á nýjan leik.

Skráning fer fram með rafrænum hætti á þjónustuvef Skattsins undir vefskil.

Nýskráning

Allir rekstraraðilar sem skattskyldir eru samkvæmt lögum um gistináttaskatt skulu senda Skattinum tilkynningu um starfsemi sína og öðlast þannig skráningu á gistináttaskattsskrá.

Skráning fer fram með rafrænum hætti á þjónustuvef Skattsins undir vefskil.

Upplýsingar sem þarf að gefa upp við skráningu

Á tilkynningu um gistináttaskattsskylda starfsemi skal tilgreina:

  • upphafsdag starfsemi
  • lokadag starfsemi (ef við á)
  • fjölda gistirýma sundurliðað eftir tegund gistiaðstöðu

Gjalddagi gistináttaskatts 5. apríl 2024

Fyrsti gjalddagi gistináttaskatts á árinu 2024 er 5. apríl næstkomandi. Vakin er sérstök athygli á að hverjum þeim sem skattskyldur er samkvæmt lögum um gistináttaskatt ber að tilkynna starfsemi sína til skráningar á gistináttaskattsskrá. Ekki hefur verið opnað fyrir skilin.

Nánari upplýsingar um gistináttaskatt 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum