Svikapóstar í nafni Skattsins herja á landsmenn
Nú herja svikulir aðilar á landsmenn og senda póst í nafni ríkisskattstjóra sem rétt er að vara við. Í póstinum er fólk sagt skulda skatt.
Skattinum og Lögreglunni hafa borist ábendingar um að verið sé að senda út tölvupósta í nafni ríkisskattstjóra og fólki boðið að smella á hlekk, skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og ganga frá greiðslu.
Þessar sendingar eru ekki á vegum Skattsins heldur eru þetta netsvik.
Pósturinn er ekki frá Skattinum, linkurinn leiðir hvorki á þjónustuvef Skattsins né Ísland.is og rétt er að benda fólki á að smella ekki á hlekkinn.
Upplýsingar um skuldastöðu við ríkissjóð er hægt að skoða á Mínum síðum á Ísland.is.
Tilkynna um grunsamlegar sendingar
Gruni þig að sending sem þér hafi borist sé sviksamleg er gott ráð að tilkynna hlutaðeigandi fyrirtæki eða stofnun og/eða lögreglu.
Hafir þú orðið fyrir barðinu á svikahröppum skal leita til lögreglu.
Einkenni netsvika í eru gjarnan:
- Vefslóð óvenjuleg
- Óskað eftir kortanúmeri, innskráningu með rafrænum skilríkjum eða öðrum fjárhagsupplýsingum
- Málvillur og einkennilegt málfar
- Tilkynning um inneign eða skuld sem þú áttir ekki von á
- Skuld eða inneign ekki greidd eftir hefðbundnum traustum leiðum
Svikatilraunir sem þessar eru oft sannfærandi og trúverðugleiki þekktra fyrirtækja og stofnana eru notuð til að blekkja.
Gott ráð er að smella aldrei á hlekki sem berast, hvort sem grunur um netsvik er til staðar eða ekki. Betra er að opna nýjan vafraglugga og finna vefsíðu stofnunarinnar eða fyrirtækisins upp á eigin spýtur
