Opnað fyrir skil á gistináttaskatti á þjónustuvef Skattsins
Gjalddagi gistináttaskatts, fyrir tímabilið janúar-febrúar 2024, er 5. apríl. Opnað hefur verið fyrir skil á gistináttaskatti á þjónustuvef skattsins.
Til að skila inn skilagrein þá þarf að skrá sig inn á þjónustuvef ríkisskattstjóra með að nota VSK-veflykil til innskráningar. Á síðunni eru valin Vefskil > Gistináttaskattur > Skrá skilagrein.
Í þrepi 1 er fjöldi gistináttaeininga, eftir tegund gistirýmis, færður á
skilagreinina, auk fjárhæðar (gistináttaeining er leiga á
gistiaðstöðu/gistirými). Í þrepi 2 er skilagreinin staðfest og í þrepi 3
birtist kvittun ríkisskattstjóra fyrir móttöku skilagreinarinnar.
Dæmi: Hafi t.d. eitt herbergi verið leigt út 50 nætur á tímabilinu eru
einingarnar 50.
Gistináttaskattur er 600 kr. fyrir hótel, gistiheimili og samskonar gististaði en 300 kr. af útleigu tjaldstæða og stæða fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og hjólhýsi.
Greiðsla
Um leið og skilagrein hefur verið skilað á þjónustuvef ríkisskattstjóra
stofnast krafa í vefbanka greiðanda. Þegar greitt er í vefbanka þarf að ganga
frá greiðslu fyrir kl. 21:00 á gjalddaga til þess að hún bókist samdægurs.
Krafa finnst ekki i vefbanka
Ef krafa finnst ekki í vefbanka er hægt að greiða skattinn með því að leggja
inn á reikning innheimtumanns: banki 0101 Hb. 26, reikningur 85002 og kennitala
540269-6029. Kvittun með skýringu sendist þá á tölvupóstfangið
85002@rsk.is Upplýsingar um bankareikninga innheimtumanna utan
höfuðborgarsvæðisins er að finna á vef skattsins.
Ríkisskattstjóri