Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Tveir kynningarfundir fyrir hugbúnaðarhús

16.1.2023

Fundirnir eru ætlaðir hugbúnaðarhúsum sem smíða eða selja hugbúnað sem sendir tollskýrslur til Skattsins með EDI samskiptum. Fundirnir fara fram í gegnum Teams.

Fundarboð hafa verið send. Hægt er að hafa samband við ut@skatturinn.is hafi fundarboð ekki borist.

Framhaldsfundur af kynningu sem haldin var í desember 2022

Dagsetning: 17. janúar 2023 
Klukkan: 13:15 

Farið verður yfir helstu breytingar sem taka gildi 1. mars 2023 varðandi hringrásarhagkerfi og hafa áhrif á skeytasendingar á tollskýrslum til skattsins.

  • Breytingarnar áttu að taka gildi um áramót en var frestað til 1. mars 2023 og munu taka gildi þá.
  • SAD skeytið breytist - hugbúnaðarhús þurfa að gera breytingar á kerfum til að hægt sé að senda nauðsynlegar upplýsingar úr þeim.
  • Ekki verður hægt að tollafgreiða skýrslur þar sem þessar upplýsingar vantar eftir 1. mars.

Nánari upplýsingar um breytingar SAD innflutningsskýrslu vegna sölu- og flutningsumbúða

Hvernig á að skrá í SAD innflutningsskýrslu úthlutaða tollkvóta, sem Matvælaráðuneytið hefur úthlutað

Dagsetning: 19. janúar 2023
Klukkan: 13:15

  • Hugbúnaðarhús munu þurfa að breyta kerfum og SAD skeytið mun breytast.
  • Nauðsynlegt er að uppfæra kerfi sem notuð eru til að tollafgreiða fyrir innflytjendur sem nýta tollkvóta vegna landbúnaðarafurða sem Matvælaráðuneytið úthlutar.
  • Upplýsingar um úthlutaða tollkvóta eru skráðar í tollakerfi skattsins.
  • Tollakerfið heldur utan um úttektir og eftirstöðvar úthlutaðra tollkvóta, sem gilda frá og með 01.01.2023.
  • Í samvinnu við Matvælaráðuneytið er unnið að tengingu milli tollakerfis og tollkvoti.is.
  • Fjallað verður nánar um viðbætur vegna reita 39 og 44 á SAD-innflutningsskýrslu á kynningunni.
  • Æskilegt er að hugbúnaðarhús útfæri þessa breytingu sem fyrst.
Til baka Prenta

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum