Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Sölu- og flutningsumbúðir - breytingar á SAD innflutningsskýrslu, sem taka gildi 1. mars 2023

Áríðandi tilkynning til hugbúnaðarhúsa, tollmiðlara og innflytjenda – breytingar á SAD innflutningsskýrslu, sem hafa áhrif á hugbúnað vegna tollskýrslugerðar í innflutningi.

8.11.2022

Útgáfa 6 - birt 25.1.2023

BY gjald – innheimtu frestað til 01.03.2023

Alþingi hefur með lagasetningu frestað Innheimtu BY gjaldsins til 01.03.2023.

Mikilvægt: hafa þarf hugfast að fyrirkomulag í Tollakerfinu við innheimtu BV og BX gjalda vegna pappa og plasts verður því óbreytt út 28.02.2023 og magntölukódarnir PL1, PL2, PLX, PP1, PP2 og PPX notaðir áfram út þetta tímabil. Taxtar gjaldanna munu þó breytast.

Skatturinn mun boða til annars fundar með hugbúnaðarhúsum snemma í janúar 2023. Mikilvægt er fyrir hugbúnaðarhús að halda vel á spöðunum þannig að allt sé til reiðu þegar breytingarnar öðlast gildi.

Nýtt úrvinnslugjald á sölu- og flutningsumbúðir 01.03.2023 – kódi BY

Frá 01.03.2023 verður lagt úrvinnslugjald á sölu- og flutningsumbúðir úr pappa, plasti, áli, stáli, gleri og viði sem og á viðarvörubretti.

Gjaldið ber kódann BY og bráðabirgðaheiti þess er Umbúðagjald vegna sölu- og flutningsumbúða.

Fram til þessa hefur verið lagt úrvinnslugjald á pappa (BV gjald) og plast (BX gjald). Álagningu BV og BX gjaldanna verður hætt frá og með 1. mars 2023 en í staðinn verður gjald vegna pappa- og plastumbúða hluti af nýja BY umbúðagjaldinu

Upplýsingar um sölu- og flutningsumbúðir tilgreindar á SAD-tollskýrslu

Eftir breytingarnar 1. mars 2023 ber innflytjendum að gera grein fyrir sölu- og flutningsumbúðum á SAD-innflutningsskýrslu. Um tvær leiðir verður að velja þegar þyngd sölu- og flutningsumbúða verður gefin upp á SAD-tollskýrslu:

 • Nota viðmiðunartöflu
  Innflytjandi getur valið að nota þyngd umbúða skv. sérstakri viðmiðunartöflu (sjá nánar í umfjöllun um EDI-skeyti hér að neðan).
 • Tilgreina þyngd sölu- og flutningsumbúða
  Vilji innflytjandi ekki láta styðjast við þyngd umbúða skv. viðmiðunartöflu, getur hann í staðinn tilgreint þyngd umbúðanna (sjá einnig nánar í umfjöllun um EDI-skeyti hér að neðan).

Hér neðar í skjalinu má sjá nánari umfjöllun um viðmiðunartöfluna.

SMT/EDI skeyti - breytingar

1) Innflytjandi notar viðmiðunartöflu

a) Breyting er gerð á Segment group 41 – Duty/Tax/fee

 1. Í gagnalið TAX (C241):
  (1) Gagnastak 5153 skal innihalda kódann MSA (= Sölu- og flutningsumbúðir - áætlun).
 2. Annað:
  (1) Gagnastak 5286 skal innihalda kóda, sem segir til um meginefni söluumbúða. Kódann má sjá í dálknum Kodi_i_gagnastak_5286 í viðmiðunartöflunni.
  (2) Einnig þarf að vera til staðar gagnastak 5153 með kódanum NET (= nettóþyngd) og upplýsingum um nettóþyngd.

b) Dæmi (nýir kódar dökkletraðir):

TAX+1+MSA:107:159++5'
TAX+1+NET:107:159++38'

2) Innflytjandi tilgreinir þyngd sölu- og flutningsumbúða

a) Breyting er gerð á Segment group 41 – Duty/Tax/fee

 1. Í gagnalið TAX (C241):
  (1) Gagnastak 5153 skal innihalda kódann MSR (=Sölu- og flutningsumbúðir – þyngd tilgreind).
 2. Annað:
  (1) Gagnastak 5286 skal innihalda kóda, sem segir til um meginefni söluumbúða. Kódann má sjá í dálknum Kodi_i_gagnastak_5286 í viðmiðunartöflunni.
 3. Dæmi (nýir kódar dökkletraðir):
  TAX+1+MSR:107:159++5'

b) Breyting er gerð á Segment group 30 - Customs Status of Goods

 1. Í gagnalið MEA (C502):
  (1) Gagnastak 6313 inniheldur kódann ZZZ (= Skv. kóðatöflu).
 2. Í gagnalið MEA (C174):
  (1) Gagnastak 6314 inniheldur upplýsingar um þyngd umbúða í kílógrömmum með tveimur aukastöfum.
  (2) Gagnastak 6411 skal innihalda sérstakan kóda fyrir umbúðategund. Sjá má yfirlit yfir leyfilega kóda í skjalinu Sölu- og flutningsumbúðir – kódar.
 3. Annað:
  (1) Gagnastak 6311 inniheldur kódann WT (= þyngd).
 4. Dæmi (kódar með gerð og þyngd umbúða dökkletraðir):

  MEA+WT+ZZZ+S04:0.7'
  MEA+WT+ZZZ+F04:0.2'

c) Gagnlegar ábendingar:

 1. Tilgreina verður þyngd allra tegunda sölu- og flutningsumbúða, þar sem þyngd tegundar er hærri en 0% í færslunni, sem valin er úr viðmiðunartöflu.
 2. Segjum t.d. að söluumbúðir úr plasti séu 1%, flutningsumbúðir úr viði 2% en aðrar umbúðategundir 0%. Þá verða að vera gagnastök, sem tilgreina söluumbúðir úr plasti og flutningsumbúðir úr viði, jafnvel þó að þyngd umbúðanna sé 0 kíló.
 3. Nú er hugsanlegt að vara beri tilteknar umbúðir, sem samt eru skilgreindar með 0% í viðmiðunartöflu. Í slíkum tilfellum þarf að tilgreina þyngd þeirra umbúðategunda.
 4. Ekki er hægt að tilgreina tiltekna umbúðategund nema hún sé skilgreind í færslunni, sem valin er úr viðmiðunartöflu

Umbúðategundir – kódar í EDI/SMT skeytum

Eins og framan greinir, eru notaðir tilteknir kódar til að tilgreina mismunandi tegundir meginumbúða í gagnastökum 5286 og 6411 í EDI/SMT skeytum.

Þessa kóda má skjá í skjalinu Sölu- og flutningsumbúðir – kódar.

Umbúðategundir – taxtar

Skv. fyrirliggjandi lagafrumvörpum á Alþingi verða taxtar fyrir mismunandi umbúðategundir þannig frá og með 01.03.2023:

Tegund umbúða Upphæð úrvinnslugjalds - kr./kg 
 Ál25 
 Gler25 
 Pappi42 
 Plast82 
 Stál25 
 Viður10 
 Viðarbretti10

Ný villunúmer

Skatturinn er enn að breyta hugbúnaði vegna sölu- og flutningsumbúða. Á þessu stigi hafa 9 ný villunúmer bæst við Tollakerfið vegna þessara breytinga en númerin og skýringar kunna að breytast eftir því sem vinnu við verkið vindur fram.

Númerin eru þessi:

Kódi Skýring
200315 Samkvæmt tollskrá ber að velja MSA eða MSR magntölukóda.
200316 Velja á MSA eða MSR magntölukóda en ekki báða.
200317 MSR magntölukódi valinn. Tilgreina verður allar umbúðategundir, sem tollskrárnúmerið getur borið skv. valinni færslu í viðmiðunartöflu.
200318 MSA magntölukódi valinn en umbúðakódi ekki til staðar í viðmiðunartöflu.
200319  MSR magntölukódi valinn en megin umbúðir ekki til staðar í viðmiðunartöflu. 
200320  Sölu- og flutningsumbúðir umfram nettóþyngd. 
200321  Magntölukódi MSA: ekki má tilgreina umbúðakóda úr viðmiðunartöflu.
200322  Ekki má tilgreina magntölukóda MSA eða MSR nema tollskrárnúmer sé til í viðmiðunartöflu.
200323  Nettóþyngd vantar í reit 47. 

Breyting á tollskrárlyklum

Ekki er alltaf gerð krafa um að sölu- og flutningsumbúðir séu tilgreindar á SAD-innflutningsskýrslu. Ef tilgreina þarf umbúðir, er krafa um magntölukóda á tollskrárnúmerinu í 5. streng í tollskrárlyklum.

Í nóvember 2022 lítur 5. strengur fyrir tollskrárnúmer 22090091 svona út: 522030091PPXPP1PP2PLXPL1PL2STKPROLIT

Eftir umræddar breytingar þann 1. mars 2023 mun 5. strengur fyrir tollskrárnúmer 22090091 líta svona út: 522030091MSAMSRSTKPROLITNET

Viðmiðunartafla vegna sölu- og flutningsumbúða – nánari upplýsingar

Með þessum leiðbeiningum fylgir bráðabirgðaútgáfa af viðmiðunartöflu vegna sölu- og flutningsumbúða. Í framtíðinni þurfa innflytjendur að tengja viðmiðunartöfluna við hugbúnað sinn vegna tollskýrslugerðar.
Mikilvægt
að hafa hugfast, að gögn í viðmiðunartöflunni munu breytast og að ný útgáfa verður gefin út þegar nær dregur næstu áramótum.

Miðað við núverandi hugmyndir er reiknað með því að tvær útgáfur af viðmiðunartöflunni verði aðgengilegar á vefsvæði Skattsins, annars vegar Json útgáfa og hins vegar Excel útgáfa.

Nýjustu útgáfur af skjölunum með viðmiðunartöflunni er hægt að sækja á þessa síðu: https://www.skatturinn.is/tollskrarlyklar

Í viðmiðunartöflunni eru eftirfarandi upplýsingar:

 • Þyngd sölu- og flutningsumbúða, tilgreind sem hundraðshlutfall einstakra umbúðategunda af nettóþyngd vörulínu, eins og hún er tilgreind í gagnastaki númer 5153 (reit 47 á SAD tollskýrslu).
  -  Hér þarf að hafa hugfast, að tiltekið tollskrárnúmer getur verið tilgreint í fleiri en einni línu í töflunni og þá með mismunandi megin umbúðum.
  -  Einnig þarf að hafa hugfast, að í sumum tilfellum er tiltekið tollskrárnúmer tilgreint með megin söluumbúðum en einnig án megin söluumbúða. Í slíkum tilfellum velur innflytjandi færsluna án umbúða þegar staðfesta á að engar umbúðir séu til staðar.
 • Í dálknum Kodi_i_gagnastak_5286 eru upplýsingar um kóda, sem setja á í gagnastak númer 5286 í EDI-skeyti til að tilgreina tegund megin söluumbúða. Upplýsingar um þessa kóda má einnig sjá í skjalinu Sölu- og flutningsumbúðir – kódar.
 • Í dálknum BY_gjald_taxti eru upplýsingar um upphæð BY gjalds fyrir hvert kíló skv. nettóþyngd vörulínu, eins og hún er tilgreind í gagnastaki númer 5153 (reit 47 á SAD tollskýrslu).
  Athuga vel: tiltekið tollskrárnúmer getur verið birt í töflunni oftar en einu sinni en þá með mismunandi megin efni umbúða. Í slíkum tilfellum getur BY gjald fyrir eitt og sama tollskrárnúmer verið mismunandi.

Hafa þarf hugfast að ekki er alltaf gerð krafa um að sölu- og flutningsumbúðir séu tilgreindar á SAD-tollskýrslu. Ef tilgreina þarf umbúðir, verður viðeigandi krafa um magntölukóda á tollskrárnúmerinu í tollskrárlyklum (sjá nánar í umfjöllun um tollskrárlykla).

Viðmiðunartaflan byggir á grunnupplýsingum frá Úrvinnslusjóði og verður tilgreind í lagafrumvarpi sem gert er ráð fyrir að bráðlega verði lagt fram á Alþingi.

Tvö dæmi um útreikning á BY gjaldi

Dæmi 1:

 • Í vörulínu 1 er tollskrárnúmer 21050099.
 • Nettóþyngd vörulínunnar er 8 kíló.
 • Innflytjandi tilgreinir magntölukódann MSA og kódann 4 fyrir megin söluumbúðir, þ.e. plast.
 • Þessa færslu sjáum við í línu nr. 5471 í Excel útgáfunni af viðmiðunartöflunni: Sölu- og flutningsumbúðir - vidmidunartafla_bradabirgda_20230125.xlsx
 • BY gjaldið verður: 8 (nettóþyngd) * 13,5582 (taxti skv. dálknum BY_gjalt_taxti í viðmiðunartöflu) = 108 krónur.

Dæmi 2:

 • Í vörulínu 1 er tollskrárnúmer 21050099.
 • Innflytjandi tilgreinir magntölukódann MSR og kódann 4 fyrir megin söluumbúðir, þ.e. plast.
 • Þessa færslu sjáum við í línu nr. 5471 í Excel útgáfunni af viðmiðunartöflunni: Sölu- og flutningsumbúðir - vidmidunartafla_bradabirgda_20230125.xlsx
 • Innflytjandi tilgreinir söluumbúðir plasts með því að nota kódann SO4 (dálkurinn Plast_solu) og tilgreinir þyngd plastumbúðanna sem 0,7 kíló.
 • Innflytjandi tilgreinir flutningsumbúðir plasts með því að nota kódann FO4 (dálkurinn Plast_flutnings) og tilgreinir þyngd plastumbúðanna sem 0,4 kíló
 • Innflytjandi tilgreinir flutningsumbúðir pappa með því að nota kódann FO3 (dálkurinn Pappi_flutnings) og tilgreinir þyngd pappaumbúðanna sem 0,2 kíló.
 • Innflytjandi tilgreinir þyngd vörubretta úr viði með því að nota kódann FO8 (dálkurinn Vidurvorubretti_flutnings) og tilgreinir þyngdina sem 0,3 kíló.

 • BY gjaldið verður: 0,7 (þyngd söluumbúða úr plasti) * 82 (taxti skv. töflu hér að ofan) + 0,4 (þyngd flutningsumbúða úr plasti) * 82 (taxti skv. töflu hér að ofan) + 0,2 (þyngd flutningsumbúða úr pappa) * 42 (taxti skv. töflu hér að ofan) + 0,3 (þyngd vörubretta úr viði) * 10 (taxti skv. töflu hér að ofan) = 102 krónur.

EDI-skeyti - sýnishorn  

Athuga vel: sýnishornin byggja ekki á sömu gögnum og útreikningurinn á BY gjaldi í liðnum hér á undan. Því eru kódar og þyngd mismunandi.

Sýnishorn af EDI-skeyti má sjá í skjalinu EDET19092DKAARGK25- vid.mid.tafla í línu 1 - uppg. þyngd í línu 2 - sýnishorn til hugb.húsa.
Í línu 1 er beiðni um að nota viðmiðunartöflu en í línu 2 er þyngd umbúða tilgreind.

Sýnishorn af upplýsingum í Tollakerfinu og Tollalínunni

Upplýsingar úr EDI-skeytinu birtast svona í reit 47:

Lína 1:

Lína 2:

Upplýsingar um BY gjaldið birtast svona:

Þetta er í vinnslu hjá okkur ennþá og mun framsetning á gjöldunum breytast. 

Sameina vörulínur í EDI-skeyti

Ef MSA magntölukódi er notaður

Sameina má vörulínur, svo fremi að upplýsingar um umbúðir (MSA og kódi fyrir megin söluumbúðir) í reit 47 séu eins. Jafnframt þurfa önnur núverandi skilyrði fyrir sameiningu að vera uppfyllt.

Ef MSR magntölukódi er notaður

Sameina má vörulínur, svo fremi að upplýsingar um umbúðir (MSR og kódi fyrir megin söluumbúðir) í reit 47 og magntölukódar vegna umbúða í reit 47 séu eins. Jafnframt þurfa önnur núverandi skilyrði fyrir sameiningu að vera uppfyllt.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum