Fréttir og tilkynningar


Leiðrétting á útreikningi

27.5.2024

Skatturinn vinnur nú að leiðréttingu mistaka sem urðu við álagningu opinberra gjalda hjá hluta örorku- og lífeyrisþega sem fá greiðslur frá Tryggingastofnun.

Í einhverjum tilfellum var ekki tekið mið af uppfærðum upplýsingum um greidda staðgreiðslu og því er útreikningur álagningar og birt skuldastaða á álagningarseðli röng.

Unnið að leiðréttingu

Nú er unnið hörðum höndum að leiðréttingu og verður útreikningurinn leiðréttur hjá þeim sem þetta á við um. Tilkynning um breytingu útreiknings verður birt á þjónustuvef Skattsins að því loknu.

Rétt staða verður tilbúin fyrir 31. maí þegar álagningin fer fram.

Ekki þarf að óska eftir leiðréttingu

Ekkert þarf að aðhafast og ekki þarf að óska eftir leiðréttingu.

Mögulegt er að skoða skuldastöðu við ríkissjóð á mínum síðum Ísland.is. Ný og uppfærð staða mun sjást þar á föstudagsmorgun, 31. maí.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem af þessu hljótast.

Skoða skuldastöðu á mínum síðum Ísland.is


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum