Íslensk tollayfirvöld veita Eimskip AEO vottun

2.10.2024

Eimskip hefur nýverið hlotið viðurkenninguna viðurkenndur rekstraraðili (AEO) hjá íslenskum tollayfirvöldum. 

AEO-vottunin er staðfesting á að fyrirtækið sé öruggur hlekkur í aðfangakeðjunni og nýtur þar af leiðandi viðurkenningar íslenskra og erlendra tollayfirvalda.

Með AEO vottuninni skuldbindur fyrirtækið sig til að uppfylla alþjóðlegar öryggiskröfur og reglufylgni. Á móti hlýtur fyrirtækið viðurkenningu sem traustur og ábyrgur rekstraraðili í alþjóðlegum vöruflutningum.

Eimskip er fyrsta skipaflutningafélagið hér á landi sem hlýtur AEO vottunina.

Nánari upplýsingar um viðurkennda rekstraraðila AEO


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum