Skráning vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

22.12.2025

Ríkisskattstjóri hefur eftirlit með rekstraraðilum í tilteknum atvinnugreinum vegna aðgerða sem þeir eiga að viðhafa gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Eftirlitið byggir á lögum nr. 140/2018 um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í 36. gr. laganna er kveðið á um þá einstaklinga og lögaðila sem eru skráningarskyldir hjá Skattinum.

Þessir aðilar geta nú skráð sig í gegnum þjónustuvef Skattsins.

Samkvæmt ákvæðinu eru eftirfarandi einstaklingar og lögaðilar sérstaklega skráningarskyldir hjá ríkisskattstjóra*:

  • Aðilar á sviði fjárvörslu og fyrirtækjaþjónustu
  • Aðilar sem færa bókhald eða sinna bókhaldsþjónustu fyrir þriðja aðila
  • Skattaráðgjafar
  • Aðilar sem selja eðalmálma og eðalsteina
  • Listmunasalar og listmunamiðlarar, þar á meðal listmunagallerí og uppboðshús

* Fjármálafyrirtæki, endurskoðunarfyrirtæki og lögmannsstofur eru undanþegin skráningarskyldu þessari.

Hvernig get ég skráð minn rekstur á þessa skrá?

Einstaklingar finna umsóknina á sínum þjónustuvef eftir innskráningu með rafrænum skilríkjum eða veflykli.

Í tilviki lögaðila þarf að skrá sig inn á veflykli/skilalykli viðkomandi félags.

Opna umsókn

Ítarefni

Nánari upplýsingar um tilkynningarskylda aðila


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum