Fréttir og tilkynningar


Nýjar kröfur ESB til íslenskra fyrirtækja um aukna upplýsingagjöf í sjóflutningum

3.6.2024

Evrópusambandið (ESB) hefur innleitt ICS2 (Import Control System 2) til að auka öryggi í vöruflutningum og bæta áhættugreiningu á vörusendingum áður en þær koma að landamærum ríkja ESB. Þetta nýja kerfi mun hafa áhrif á útflutning íslenskra fyrirtækja til ESB.

Fyrirtæki þurfa nú að veita nákvæmari upplýsingar um vörusendingar og með tímanlegum hætti áður en varan er flutt út.

Innleiðing ICS2 kerfisins hófst árið 2021 og hefur í þremur áföngum náð til mismunandi tegunda vörusendinga og flutningsleiða. Krafan um fyrirfram upplýsingagjöf nær nú þegar til allra vörusendinga sem fara með flugi. Þriðji og síðasti áfanginn verður að fullu tekinn í notkun 3. júní 2024, sem hefur í för með sér að þessi upplýsingakrafa nær einnig til farmflutninga á sjó.

Hvað er ICS2 (Import Control System 2)?

ISC2 er upplýsingatæknikerfi á vegum ESB sem hefur að geyma allar upplýsingar um vörusendingar áður en þær fara inn fyrir landamæri ESB. Þau fyrirtæki sem koma að flutning til eða gegnum ESB, Noreg, Norður-Írland og Sviss sjóleiðina þurfa að kynna sér kröfur ICS2 og gera viðeigandi ráðstafanir til að verða ekki fyrir töfum í vöruflutningum.

Hvað mun breytast?

Í stuttu máli hefur þetta í för með sér að gerð er krafa um ítarlegri upplýsingar um útfluttar vörur sem skila ber á rafrænu formi með aðflutningsyfirlitsskýrslu (ENS) ESB.

Ísland er ekki aðili að ICS2 og íslenskt stjórnvöld hafa ekki tekið upp nýjar reglur, hvorki í innflutningi né útflutningi. Útflytjendur eru hvattir til að kynna sér nýjar kröfur hjá erlendum tollyfirvöldum vegna ISC2.

Hvaða afleiðingar mun það hafa í för með sér ef upplýsingunum er ekki skilað á réttum tíma?

  • Vörusendingin stöðvast og tafir verða á landamærum.
  • Vörurnar sem um ræðir verða ekki tollafgreiddar.
  • Tollskýrslur sem innihalda ófullnægjandi upplýsingar verður synjað og sumum tilfellum geta verið viðurlög þegar ekki er farið eftir tilskildum ákvæðum.

Ítarefni

Hérna má nálgast nánari upplýsingar um ISC2 á vef framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins:

Import Control System 2 (ICS2)

Spurt og svarað um ICS2


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum