Fréttir og tilkynningar


Skatturinn hlýtur fyrstu verðlaun í Lífshlaupinu

27.2.2023

Úrslitin í Lífshlaupinu 2023 voru kunngjörð síðastliðinn föstudag og stóð starfsfólk Skattsins uppi sem sigurvegarar í hópi vinnustaða með 400-799 starfsmenn í fyrsta sinn.

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er, hvort heldur sem er í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.

Í febrúar var vinnustaðakeppni þar sem starfsfólk vinnustaða skráði niður hreyfingu sína á þar til gerða heimasíðu. Skemmst er frá því að segja að Skatturinn stóð uppi sem sigurvegari meðal vinnustaða með 400-799 starfsmenn, en Advania lenti í öðru sæti. Skatturinn var með 39% þátttökuhlutfall meðal starfsfólks og hreyfði sig í yfir 433 mínútur á þeim þrem vikum sem keppnin stóð yfir.

Innan Skattsins var einnig keppni á milli sviða og var það Fjármálasvið sem stóð að lokum uppi sem sigurvegari þrátt fyrir að starfsfólk Þjónustu- og upplýsingasviðs hefði leitt keppnina lengst af.



Sara Rakel Hinriksdóttir veitir verðlaununum viðtöku fyrir hönd Skattsins



Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum