Fréttir og tilkynningar


Tollmiðlaranámskeið hefst 30. janúar 2023

2.12.2022

Tollskóli ríkisins heldur námskeið fyrir starfsfólk tollmiðlara sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra. 

Námskeiðið verður haldið dagana 30. janúar til 2. mars 2023, mánudaga-fimmtudaga kl. 12:20-16:00.

Námskeiðið er fyrir tollmiðlara um ýmis atriði er lúta að samskiptum við tollayfirvöld samkvæmt reglugerð um Tollskóla ríkisins.

Í tollalögum kemur fram að starfsmenn tollmiðlara, sem annast gerð tollskýrslna og samskipti við tollyfirvöld vegna þeirra, skulu hafa sótt námskeiðið til þess að öðlast fullnægjandi þekkingu á lögum og reglum sem gilda um tollmeðferð vara. 

Á námskeiðinu er boðið upp á nám í:

  • tollflokkun 
  • tollskýrslugerð 
  • meðferð ótollafgreiddrar vöru

Þá er farið yfir ábyrgð á greiðslu aðflutningsgjalda og þeim upplýsingum sem veittar eru tollyfirvöldum. Einnig er farið yfir þær reglur sem gilda um greiðslufrest aðflutningsgjalda. 

Kennslufyrirkomulag

Kennsla fer fram í formi fyrirlestra auk þess sem þátttakendur vinna verkefni til þjálfunar í einstökum þáttum, í kennslustundum eða sem heimaverkefni. Kennsla er í höndum starfandi sérfræðingar hjá Skattinum-Tollgæslu Íslands.

Miðað er við að mæting sé að lágmarki 90% í öllum námsþáttum til að þátttakendur teljist hafa lokið námskeiðinu.

Skráning og nánari upplýsingar

Námskeiðið er í samvinnu Tollskóla ríkisins og Promennt. Skráning fer fram á heimasíðu Promennt.

Skráning og nánari upplýsingar

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum