Fréttir og tilkynningar


Við flytjum í Katrínartún á miðvikudag

18.8.2023

Afgreiðsla Skattsins á höfuðborgarsvæðinu flytur í Katrínartún 6 á miðvikudaginn. Afgreiðslan í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19 er opin til og með þriðjudeginum 29. ágúst. 

Móttaka viðskiptavina færist alfarið af Tryggvagötu 19 í nýtt húsnæði í Katrínartúni 6 miðvikudaginn 30. ágúst nk. Allri móttöku viðskiptavina og gagna á Laugavegi 166 hefur nú verið hætt. 

Búast má við einhverri röskun á starfsemi Skattsins næstu daga á meðan unnið er að flutningum embættisins í nýtt húsnæði.

Starfsemi og afgreiðsla mun á næstu dögum verða flutt í nýtt húsnæði, sem verður auglýst sérstaklega síðar.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum