Áminning um skil á virðisaukaskatti

17.2.2025

Síðastliðinn föstudag var sendur tölvupóstur til áminningar um skil á virðisaukaskattsskýrslum og virðisaukaskatti vegna uppgjörstímabilsins nóvember-desember 2024. Áminningin fór fyrir mistök á of marga viðtakendur.

Viðtakendur sem sannanlega hafa staðið skil á virðisaukaskatti fyrir ofangreint tímabil eru beðin afsökunar á þessum leiðu mistökum.

Skoða innsendar skýrslur

Sért þú í vafa má sjá hvort skýrslu hafi verið skilað á þjónustuvef Skattsins undir Vefskil > Virðisaukaskattur. Sjáir þú skýrsluna þar er hún móttekin. 

Greiðslustöðu má sjá á Mínum síðum Ísland.is.

Hafi skýrslu verið skilað vegna tímabilsins er óhætt að eyða póstinum.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum