Lágmarks Tax-free endurgreiðsla hækkar
Vakin er athygli á reglugerðarbreytingu sem varðar skilyrði endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis. Með breytingunni hækkar lágmarks kaupverð vöru úr kr. 6.000 í kr. 12.000.
Breytingin er gerð með breytingarreglugerð nr. 185/2023 um breytingu á reglugerð nr. 1188/2014, um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis, með síðari breytingum. Breytingarreglugerðin var birt 24. febrúar og tekur hún gildi 1. maí 2023.
Breytingin er gerð á c. lið 2. gr. reglugerðar nr. 1188/2014 sem eftir breytingu kveður á um að kaupverð vöru, einnar eða fleiri, samkvæmt sölureikningi, með virðisaukaskatti nemi minnst kr. 12.000.
Sjá breytingarreglugerð 185/2023.
Reglugerð nr. 1188/2014 um endurgreiðslu á virðisaukaskatti til aðila búsettra erlendis
Uppfært 27.2.2023 - Gildistöku hækkunar frestað til 1. maí 2023.