Heimild til nýtingar séreignarsparnaðar framlengd
Almenn heimild til að nýta séreignarsparnað vegna kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða til ráðstöfunar upp í höfuðstól láns sem tekið var vegna kaupanna hefur verið framlengd út árið 2024.
Lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi 9. júní sl. en lögin eru enn óbirt og hafa því ekki formlega tekið gildi.
Umsækjendur með virka ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán munu þurfa að óskað eftir því að ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán haldi áfram. Það verður auglýst nánar síðar.
Athugið að þessi framlenging hefur ekki áhrif á umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar þeirra sem sóttu um í úrræðinu fyrsta íbúð. Það úrræði helst óbreytt.