Lokafrestur til að skila ársreikningum er 31. ágúst

10.7.2025

Ársreikningum á að skila til ársreikningaskrár innan mánaðar eftir staðfestingu á aðalfundi. Ársreikningum er skilað með rafrænum hætti í gegnum þjónustuvef Skattsins.

Er búið að skila inn fyrir mitt fyrirtæki?

Athugið hvort ársreikningi hafi verið skilað

Opinber birting

Félög sem skilaskyld eru til ársreikningaskrár hafa átta mánuði frá lokum reikningsárs til þess að halda aðalfund og skila ársreikningi. 

Ársreikningi ber að skila mánuði eftir að reikningurinn var samþykktur á aðalfundi félags, þó eigi síðar en átta mánuðum eftir lok reikningsárs.

Senda skal inn til opinberrar birtingar þann ársreikning sem staðfestur var á aðalfundi viðkomandi félags. Ársreikningur sem sendur er til opinberrar birtingar skal vera óbreyttur þeim sem samþykktur var á aðalfundi.

Lokaskiladagur til að skila ársreikningum er 31. ágúst.

Hnappurinn

Örfélög geta nýtt sér Hnappinn og látið Skattinn útbúa ársreikning félagsins hafi skattframtali verið skilað inn. Ekki er heimilt að staðfesta hefðbundinn ársreikning á aðalfundi en senda svo inn hnappsreikning í stað þess sem samþykktur var á aðalfundi.

Rekstur liggur niðri

Ársreikningi skal skila inn árlega óháð því hvort félag er í rekstri eða ekki.

Sekt vegna vanskila

Sekt vegna vanskila nemur 600.000 krónum. Mögulegt er að lækka sekt umtalsvert með því að skila ársreikningi inn sem fyrst.

Lesa nánar um sektir

Enginn pappír

Öll félög sem falla undir gildissvið ársreikningalaga þurfa að skila ársreikningi með rafrænum hætti í gegnum þjónustuvef Skattsins. Ekki er lengur tekið við ársreikningum á pappír.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum