Umsókn um skráningu á VSK-skrá og launagreiðendaskrá nú rafræn
Við höfum nú opnað fyrir rafræna nýskráningu á virðisaukaskattsskrá og launagreiðendaskrá í gegnum þjónustuvef Skattsins.
Einstaklingar finna umsóknina á sínum þjónustuvef eftir innskráningu með rafrænum skilríkjum eða veflykli.
Í tilviki lögaðila þarf annað hvort að skrá sig inn:
- á veflykli/skilalykil viðkomandi félags
- með rafrænum skilríkjum prókúruhafa
Opna umsókn
Enn sem komið er einungis er hægt að sækja um rafrænt vegna nýskráninga og endur-skráninga á virðisaukaskattsskrá og/eða launagreiðendaskrá. Aðrar skráningar þurfa að berast með eyðublaði RSK 5.02.
Fylgigögn með umsókn
Eigi eftirfarandi við um umsóknina þurfa fylgigögn að fylgja umsókninni:
- Skráning aftur í tímann – Skýrslur/skilagreinar vegna gjaldfallinna tímabila.
- Kostnaður á fyrstu 12 mánuðum hærri en tekjur – Sundurliðuð rekstraráætlun.
Stafrænt pósthólf
Frá og með 1. janúar 2025 birtast fyrirspurnarbréf frá Skattinum í Stafræna pósthólfinu á Ísland.is.
Staðfesting á skráningu á virðisaukaskattsskrá og/eða launagreiðendaskrá er send í Stafrænt pósthólf á Ísland.is.