Fjöldi ársreikninga í vanskilum

4.4.2025

Ársreikningaskrá sendi þann 7. mars sl. um 500 félögum tilkynningu í Stafrænt pósthólf á Ísland.is um að fyrirhugað væri að slíta félögunum vegna vanskila á ársreikningi. 

Veittur var fjögurra vikna frestur til að skila inn ársreikningi eða eftir atvikum samstæðureikningi til Ársreikningaskrár.

Enn á eftir að skila ársreikningum fyrir fjöldamörg félög.

Athugaðu hvort búið sé að skila ársreikningi fyrir þitt félag

Skili forsvarsfólk félaga ekki fullnægjandi ársreikningi eða eftir atvikum samstæðureikningi innan frestsins mun ársreikningaskrá senda héraðsdómi kröfu um skipti á búi viðkomandi félags. Engir frekari frestir verða veittir af hálfu ársreikningaskrár.

Stafrænt pósthólf

Mikilvægt er að forsvarsfólk fylgist með Stafrænu pósthólfi og skrái netfang svo þau fái hnipp þegar þeim berast bréf í pósthólfið. 

Lesa um Stafrænt pósthólf


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum