Fréttir og tilkynningar


Tilkynning um skuld við ríkissjóð

20.11.2023

Í kjölfar álagningar lögaðila á framtal 2023, vegna rekstrarársins 2022, er mörgum fyrirtækjum að berast ábendingar á Ísland.is um gjaldfallna skuld við ríkissjóð sem er komin í innheimtu.

Hver er skuldastaðan?

Stöðu skuldar við ríkissjóð er hægt að fletta upp á mínum síðum á Ísland.is undir Fjármál > Staða.
Skoða stöðuna

Tilkomu skuldar vegna skattframtals 2023 má finna á álagningarseðli sem er aðgengilegur á þjónustuvef Skattsins.
Skoða álagningarseðil

Á eftir að skila framtalinu eða var því skilað seint?

Eigi eftir að skila framtali er best að ljúka því af sem fyrst. Berist það fyrir 30. nóvember verður það tekið fyrir sem kæra.

Leiðrétt skuldastaða skilar sér þegar framtal hefur verið afgreitt. Þangað til má gera greiðsluáætlun til að lækka greiðslubyrði.
Skila framtali

Gera greiðsluáætlun og dreifa greiðslunum

Hægt er að dreifa greiðslum á lengra tímabil með því að gera greiðsluáætlun. Hún er gerð til að lækka mánaðarlega greiðslubyrði, en á móti kemur hærri vaxtakostnaður. Greiðsluáætlanir eru gerðar á mínum síðum á Ísland.is.
Nánari upplýsingar um greiðsluáætlanir

Beðið eftir niðurstöðu kæru skattframtals

Mögulegt er að eftir að kæra hefur verið afgreidd komi skuld til með að hverfa að fullu eða mestu leiti. Þau sem eru í þessari stöðu geta gert greiðsluáætlun til að fá frest á innheimtu. Þegar niðurstöður kæru liggja fyrir kemur í ljós hvort of mikið eða of lítið hafi verið greitt.

Nánari upplýsingar

Allar nánari upplýsingar um innheimtu opinberra gjalda veitir þinn innheimtumaður. Fyrir fólk og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru það þjónustufulltrúar Skattsins. Annarstaðar á landinu er það viðkomandi sýslumaður.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum