Fréttir og tilkynningar


Opið fyrir skráningu kílómetrastöðu bensín- og dísilbíla

6.11.2024

Umráðmenn bensín- og dísilbifreiða í flokki fólksbifreiða og sendibifreiða geta nú skráð kílómetrastöðu bifreiða sinna með eftirfarandi hætti:

  • í
  • á
  • með álestri hjá faggiltri skoðunarstofu við reglubundið eftirlit
  • með því að mæta í sérstakan álestur, Aðalskoðun og Frumherji bjóða upp á slíka þjónustu.

Gangi fyrirhugaðar lagabreytingar eftir verður greitt kílómetragjald fyrir notkun vegasamganga frá og með næstu áramótum. Kílómetragjald kemur þá í stað olíu- og bensíngjalda sem falla niður.

Kílómetragjald verður greitt eftir akstri eins og eigendur rafmagns- og tengiltvinnbifreiða hafa gert frá áramótum. Með því að skrá kílómetrastöðu fyrir áramót er hægt að áætla kílómetragjald þannig að það endurspegli betur raunverulega notkun ökutækja.

Nánari upplýsingar um fyrirhugaðar breytingar er að finna á upplýsingasíðunni Vegirokkarallra.is, sem haldið er úti af fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Skráningarkerfið opnaði í október í samræmi við lagabreytingar sem Alþingi samþykkti í júní um að öllum umráðamönnum bifreiða beri að skrá kílómetrastöðu á tímabilinu 1. október – 31. desember. Á næstunni verður opnað fyrir skráningu á kílómetrastöðu annarra flokka ökutækja.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum