Aðvörun vegna svikapósta í nafni Skattsins
Embætti ríkisskattstjóra berast nú tilkynningar um svikapósta sem sendir eru til aðila í nafni Skattsins. Í póstunum er fullyrt að árleg skattaendurgreiðsla sé tilbúin til útgreiðslu.
Við ítrekum að þessi skilaboð eru ekki frá Skattinum og hvetjum alla eindregið til að bregðast ekki við þeim – hvorki svara póstinum, nota meðfylgjandi QR-kóða né smella á hlekki.
Hér að neðan má sjá dæmi um svikapóst í umferð:

