Fréttir og tilkynningar


Skattskylda hlaðvarpa

12.11.2024

Skatturinn hefur gefið út leiðbeiningar um skattskyldu starfsemi hlaðvarpa. Hlaðvörp (e. podcast) njóta mikilla vinsælda og með aukinni hlustun aukast tekjumöguleikar rekstraraðila hlaðvarpa.

Hlaðvarp er skattskylt

Tekjur af hlaðvarpi eru skattskyldar og þær ber að telja fram. Í einhverjum tilvikum er um atvinnurekstur að ræða og fari veltan yfir tvær milljónir kr. á 12 mánaða tímabili er starfsemin virðisaukaskattsskyld.

Skattþrep virðisaukaskatts eru tvö, hið almenna 24% og svo hið lægra 11% sem er aðeins fyrir sérstaka vöruflokka. Ekki verður annað séð en að öll vöru- og þjónustusala rekstraraðila hlaðvarpa falli undir hið almenna skatthlutfall og beri þar af leiðandi 24% virðisaukaskatt.

Hvað eru tekjur

Algengt er að hlaðvörp séu notuð sem auglýsingamiðill. Þannig kunna rekstraraðilar hlaðvarpa að eiga í samstarfi við fyrirtæki sem felst í að auglýsa vöru eða þjónustu viðkomandi fyrirtækis í hlaðvarpinu gegn ákveðnu gjaldi.

Dæmi um skattskyldar tekjur hlaðvarpa:

  • sala auglýsinga
  • sala áskrifta
  • greiðslur frá streymisveitum
  • tekjur af lifandi viðburðum (e. live show)
  • aðstöðuleiga (t.d. vegna útleigu á hljóðveri/búnaði)
  • sala varnings (e. merch)

Tekjur í öðru formi en peningum

Enginn munur er á skattskyldu eftir formi greiðslunnar. Greiðsla í formi vöru, þjónustu eða vildarkjara er jafn skattskyld og þegar greitt er í peningum.

Þegar kemur að því að meta virði greiðslna á öðru formi en peningum er almenna reglan sú að skattskyldan miðast við gangverð eða markaðsverð.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um skattskyldu hlaðvarpa


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum