Spurningakönnun vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka
Opnað hefur verið fyrir árlega spurningakönnun ríkisskattstjóra vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
Tilkynningarskyldir aðilar sem sæta eftirliti ríkisskattstjóra þurfa að skrá sig inn á þjónustuvef Skattsins með rafrænum skilríkjum eða veflykli fyrir hönd þess aðila sem óskað er eftir svörum frá.
Upplýsingar um tilkynningarskylda aðila
Könnunin er aðgengileg undir Vefskil
-> Peningaþvætti. Þau sem eru á lista yfir tilkynningarskylda aðila
ættu við innskráningu að fá upp kassa á forsíðu sinni þar sem hægt er að opna
könnunina.
Algengar spurningar tilkynningarskyldra aðila
Könnunin er vegna rekstrarársins 2022 og er liður í eftirliti embættisins. Ríkisskattstjóri hvetur alla tilkynningarskylda aðila til að svara henni innan gefins frests. Að öðrum kosti eiga aðilar á hættu að vera metnir áhættumeiri og kann það að leiða til aukins eftirlits. Könnunin ætti ekki að taka nema nokkrar mínútur.