Fréttir og tilkynningar


Tilraunaverkefni með rafrænar kvittanir - Vertu með í norrænu samstarfi

7.11.2022

Skatturinn er umsjónaraðili norræna verkefnisins Nordic Smart Government & Business á Íslandi. Meginmarkmið þess er að gera viðskiptagögn aðgengileg fyrirtækjum og stofnunum á sjálfvirkan, snjallan og öruggan hátt í rauntíma svo þau nýtist til nýsköpunar og vaxtar.

Nú er að fara af stað tilraunaverkefni um rafræna kvittanir (e. eReceipt) og er öllum fyrirtækjum boðið að vera með. Fyrsti stafræni fundurinn verður haldinn 8. nóvember kl. 9:30 - 11:00. Fyrirtæki sem smíða og reka PoS- eða viðskiptakerfi eru sérstaklega hvött til þátttöku.

Fundurinn er haldinn á Teams. Skráðu þig með því að senda póst á Jan Andre Maeroe: JanAndre.Maeroe@dfo.no

Lesa nánar um verkefnið


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum