Breytingar á tollskrá, aðflutningsgjöldum og fleira sem taka gildi 1. janúar 2025
Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl., vegna tollafgreiðslu vara sem taka
gildi 1. janúar 2025.
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem
selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
Almennt gildir að breytingarnar taka til allra vara sem ótollafgreiddar
eru 1. janúar 2025 nema annað
sé tekið fram.
Athygli er vakin á að tollakerfi Skattsins verða lokuð frá kl 15:30 á gamlársdag 2024 til kl 12:00 þann 2. janúar 2025.
1. Áfengisgjöld, VX, VY og VZ
Áfengisgjöld verða:
VX Áfengisgjald – Öl o.fl.: 150,85 kr./cl. af vínanda umfr.
2,25%
VY Áfengisgjald – Vín: 137,40 kr./cl. af vínanda umfr. 2,25%
VZ Áfengisgjald – Annað áfengi: 185,95 kr./cl. af vínanda umfr.
0%
Heimild: 1. gr. laga nr. 404/2024 um breytingu á ýmsum lögum vegna
fjárlaga fyrir árið 2025.
2. Tóbaksgjöld, innflutningur til einkanota, T1 og T2
Tóbaksgjöld verða:
T1 Tóbaksgjald – vindlingar: 777,90 kr.á hvern pakka; 20
vindlingar
T2 Tóbaksgjald – annað tóbak: 43,15 kr./gramm
Heimild: 3. gr. laga nr. 404/2024 um breytingu á ýmsum lögum vegna
fjárlaga fyrir árið 2025.
Við gjaldaflokkinn bætast sex ný gjöld sem ná yfir nikótínpúða og nikótínvökva og eru þau eftirfarandi: T3 Gjald á nikótínpúða - styrkur á bilinu 1 til og með 8 mg/g: 8,00 kr./g. T4 Gjald á nikótínpúða – styrkur á bilinu 8,1 til og með 12 mg/g: 12,00 kr./g. T5 Gjald á nikótínpúða – styrkur á bilinu 12,1 til og með 16 mg/g: 15,00 kr./g. T6 Gjald á nikótínpúða – styrkur á bilinu 16,1 til og með 20 mg/g: 20,00 kr./g.
T8 Gjald á vökva í einnota rafrettur og vökva til áfyllingar fyrir rafrettur þar sem styrkur nikótíns er 12,1 mg/ml eða hærra: 60,00 kr./ml.
3. Úrvinnslugjöld, B* gjöld
a. Ný viðmiðunartafla vegna áætlaðrar þyngdar á sölu- og flutningsumbúðum, sbr. viðauka XVIII við lög um úrvinnslugjald nr. 162/2002 tekur gildi um áramót.
Ný útgáfa sem gildir frá 01.01.2025 er nú aðgengileg á vef Skattsins.
Hægt er að nálgast skrárnar neðarlega á þessari síðu undir úrvinnslugjöld sem json og excel skjal.
b. Breytingar eru skv. 30. – 41. gr. laga nr. 404/2024 um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2025 og breytingum á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. málsl. 1. mgr. 7. gr. a laganna: Umbúðir gerðar úr pappa og pappír: Í stað „42 kr./kg“ kemur: 65 kr./kg. Umbúðir gerðar úr við og viðarbretti: Í stað ,,10 kr./kg“ kemur: 15 kr./kg. Umbúðir gerðar úr plasti: Í stað „82 kr./kg“ kemur: 65 kr./kg.
Viðauki I uppfærður, sbr. 31. gr. laga 404/2024: BP Í stað 82 kr./kg í viðauka I við lögin kemur: 65 kr./kg
Viðauki IV uppfærður, sbr. 32. gr. laga 404/2024: BL Taxti er 73 kr./kg
Viðauki V uppfærður, sbr. 33. gr. laga 404/2024: BF Taxti er 15 kr./kg. eða 75 kr./kg., mismunandi eftir tollskrárnúmeri
Viðauki VII uppfærður, sbr. 34. gr. laga 404/2024: BJ Taxti er 5 kr./kg
Viðauki VIII uppfærður, sbr. 35. gr. laga 404/2024: BE Taxti er 45 kr./kg.
Viðauki IX uppfærður, sbr. 36. gr. laga 404/2024: BT Taxti fyrir tollskrárnúmer 3212.1000 er 25 kr./kg. BT Taxti fyrir tollskrárnúmer 3215.9000 er 25 kr./kg.
Viðauki X uppfærður, sbr. 37. gr. laga 404/2024: BH Taxti er kr./kg., mismunandi eftir tollskrárnúmeri BO Taxti fyrir tollskrárnúmer 8506.1010 er 7 kr./kg.
Viðauki XI uppfærður, sbr. 38. gr. laga 404/2024: BA Taxti er kr./tæki., mismunandi eftir tollskrárnúmeri BC Taxti er kr./kg., mismunandi eftir tollskrárnúmeri
Viðauki XI A uppfærður, sbr. 39. gr. laga 404/2024: B4 Taxti er 250 kr./stk. B5 Taxti er 10 kr./kg. B6 Taxti er kr./kg., mismunandi eftir tollskrárnúmeri.
Við bætast tvö ný tollskrárnúmer og samsvarandi upphæð úrvinnslugjalds, svohljóðandi: B6 Taxti fyrir tollskrárnúmer 8507.2091 er 4 kr./kg. B6 Taxti fyrir tollskrárnúmer 8507.2092 er 6 kr./kg.
Viðauki XVI uppfærður, sbr. 40. gr. laga 404/2024:
Við viðaukann bætast fjögur ný tollskrárnúmer: BS Taxti fyrir tollskrárnúmer 8716.3111 er 2.600 kr./tæki. BS Taxti fyrir tollskrárnúmer 8716.3112 er 3.900 kr./tæki. BS Taxti fyrir tollskrárnúmer 8716.3121 er 2.600 kr./tæki. BS Taxti fyrir tollskrárnúmer 8716.3122 er 3.900 kr./tæki.
Viðauki XIX uppfærður, sbr. 41. gr. laga 404/2024: BU Taxti er kr./kg., mismunandi eftir tollskrárnúmeri.
Við viðaukann bætast tvö ný tollskrárnúmer: BU Taxti fyrir tollskrárnúmer 8541.4200 er 5 kr./tæki. BU Taxti fyrir tollskrárnúmer 8541.4300 er 5 kr./tæki.
4. Kolefnisgjöld á eldsneyti, K* gjöld
Nefnd kolefnisgjöld verða þessi:
K2 Kolefnisgjald. Gas- og díselolía: 21,40 kr./lítra
K3 Kolefnisgjald. Bensín: 18,60 kr./lítra
K5 Kolefnisgjald. Brennsluolía: 26,20 kr./kg.
K6 Kolefnisgjald. Jarðolíugas og annað loftkennt kolvatnsefni: 23,25
kr./kg.
Heimild: 50. gr. laga nr. 404/2024 um breytingu á ýmsum lögum vegna
fjárlaga fyrir árið 2025.
5. Vörugjald af bensíni, LB gjald
Gjaldið verður:
LB Vörugjald af bensíni: 34,55 kr./lítra
Heimild: 51. gr. laga nr. 404/2024 um breytingu á ýmsum
lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2025.
6. Sérstakt vörugjald af eldsneyti, C1 og C2 gjöld
Gjöldin verða:
C1 Blýlaust bensín: 55,65 kr./lítra
C2 Annað en blýlaust bensín: 58,95 kr./lítra
Heimild: 52. gr. laga nr. 404/2024 um breytingu á
ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2025.
7. Olíugjald, C3 gjald
C3 Olíugjald á gas- og dísilolíu og ennfremur á steinolíu til
ökutækja: 77,30kr./lítra
Heimild: 53. gr. laga nr. 404/2024 um breytingu á ýmsum lögum vegna
fjárlaga fyrir árið 2025.
8. Breyting á tollskrá
Breyting er skv. óbirtri auglýsingu um breyting á viðauka I við tollalög
nr. 88/2005, m.s.br. (A-deild
Stjórnartíðinda).
9. Reglugerðir um tollkvóta
Reglugerð nr. 1166/2024 um
úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum frá Noregi.
Birt 15.. október 2024.
Gildir frá 1. janúar 2025 til 31. desember 2025.
Reglugerð nr.1167/2024 um
úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum, trjám o.fl.
Birt 15. október 2024.
Gildir frá 1. janúar 2025 til 31. desember 2025.
Reglugerð nr. 1168/2024 um
úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ríkjum
Evrópusambandsins.
Birt 15. október 2024.
Gildir frá 1. janúar 2025 til 31. desember 2025.
Reglugerð nr.1169/2024 um
úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á ostum og
unnum kjötvörum frá Bretlandi.
Birt 15. október 2024.
Gildir frá 1. janúar 2025 til 31. desember 2025.
Frá og með 1. janúar 2025 munu tollyfirvöld gera þá kröfu að við farmskrárskil (inn- og útfluttra vörusendinga) komi ávallt fram:
- Nafn og heimilisfang viðtakanda/sendanda í útlöndum sem og landakóði
- Fyrstu sex stafir í tollskrárnúmeri vöru
Sjá þessa tilkynningu: Breytingar á farmskrárskilum um áramót 2024-2025
11. Lokun á sjálfvirkri EDI/VEF-tollafgreiðslu
Vegna breytinga á gjöldum og tölvuvinnslu verður lokað fyrir sjálfvirka
EDI/VEF-tollafgreiðslu hjá Skattinum frá kl. 15:30 31. desember 2024 til kl. 12:00
2. janúar 2025.
12. Tollskrárlyklar til nota í tollskýrslugerðarhugbúnaði
Tollskrárlyklar (bæði vegna innflutnings og útflutnings), sem taka gildi 1.
janúar 2025, verða aðgengilegir á vef skattsins https://www.skatturinn.is/tollskrarlyklar.
Ábendingar
Útflutningur - Í útflutningsskýrslu skal nota tollskrárnúmer, skilmála þess og
tollafgreiðslugengi sem í gildi er tollafgreiðsludag útflutningsskýrslunnar, en
þó skal aldrei miða við nýrri dag en brottfarardag vörusendingar frá Íslandi,
sem útflutningsskýrslan tekur til. Sama gildir þegar leiðrétta eða breyta þarf
útflutningsskýrslum eftir tollafgreiðslu.
Innflutningur - Þegar leiðrétta eða breyta þarf aðflutningsskýrslum vegna þegar tollafgreiddra innfluttra vörusendinga, t.d. vegna of- eða vangreiddra gjalda, þá bera þær leiðréttingar aðflutningsgjöld skv. tollskrá, lögum og reglugerðum sem í gildi voru tollafgreiðsludaginn eða e.a. bráðabirgðatollafgreiðsludaginn og nota skal tollafgreiðslugengi þess dags. Tollskrárnúmer, skilmálar þeirra, gjöld og tollafgreiðslugengi innfluttra hraðsendinga miðast við þann dag þegar tollgæsla veitti leyfi til að afhenda sendinguna innanlands (langoftast komudagur sendingar til landsins).
Á vef Skattsins má skoða annars vegar tegundir tolla og hins vegar önnur aðflutningsgjöld og taxta þeirra fyrir og eftir 1. janúar með því að velja viðeigandi viðmiðunardagsetningu. Ennfremur fást upplýsingar um tollskrárnúmer, tolla og gjöld á þeim o.fl. í tollskránni á vef Skattsins.
Nánari upplýsingar
Um tæknilega framkvæmd: Tæknisvið Skattsins - tollakerfi
ut[hja]skatturinn.is
Um tollamál og tollafgreiðslu: Þjónustuver tollgæslusviðs Skattsins
upplysingar[hja]skatturinn.is, sími 442 1092