Fréttir og tilkynningar


Ívilnun virðisaukaskatts á tengiltvinnbifreiðar lýkur í maí 2022

2.5.2022

Tollyfirvöld vekja athygli á því að ívilnun virðisaukaskatts við innflutning tengiltvinnbifreiða mun leggjast af í lok dags þann 6. maí 2022, sbr. XXIV. bráðabirgðaákvæði við lög um virðisaukaskatt nr. 50/1988.

Þann 29. apríl 2022 var fjöldi innfluttra tengiltvinnbifreiða kominn í 15.238 ökutæki en samkvæmt umræddu bráðabirgðaákvæði er óheimilt að fella niður virðisaukaskatt við innflutning tengiltvinnbifreiða frá og með sjötta virka degi næsta almanaksmánaðar eftir að samtals 15.000 slíkar bifreiðar, sem notið hafa þess háttar ívilnana, hafa verið skráðar á ökutækjaskrá. Föstudagurinn 6. maí 2022, sem er fimmti virki dagur næsta almanaksmánaðar eftir að hámarksfjölda var náð, er því síðasti dagurinn sem hægt er að nýta sér ívilnun virðisaukaskatts vegna innflutnings tengiltvinnbifreiða.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum