Enn um netsvik - sýnið aðgát
Enn á ný er komið upp tilfelli þar sem netþrjótar herja á fólk í nafni Skattsins í þeim tilgangi að hafa af því peninga. Fólk er beðið um að sýna aðgát og kynna sér einkenni netsvika.

Ekki skal gefa upp fjárhagsupplýsingar eða láta af hendi fé sé minnsti grunur um að eitthvað vafasamt gæti verið á ferðinni.
Meðfylgjandi er mynd af bréfi sem barst manni sem leitaði til Skattsins nýlega. Bréfið virðist trúverðugt við fyrstu sýn en þegar betur er að gáð ber það með sér öll þau einkenni sem gjarnan einkenna netsvik.
Einkenni netsvika í tölvupósti eru gjarnan:
- Málvillur og einkennilegt málfar
- Tilkynning um inneign eða skuld sem þú áttir ekki von á
- Skuld eða inneign ekki greidd eftir hefðbundnum traustum leiðum
- Óskað eftir kortanúmeri eða öðrum fjárhagsupplýsingum strax.
Gott ráð er að smella aldrei á hlekki í tölvupóstum sem berast, hvort sem grunur um netsvik er til staðar eða ekki. Betra er að opna nýjan vafraglugga og finna vefsíðu stofnunarinnar eða fyrirtækisins upp á eigin spýtur.