Auknar endurgreiðsluheimildir virðisaukaskatts fallnar úr gildi

23.1.2023

Skatturinn vill vekja athygli á því að fallnar eru úr gildi auknar endurgreiðsluheimildir sem settar voru sem liður í viðbrögðum stjórnvalda við efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs af völdum kórónuveiru.

Meðal þeirra endurgreiðsluheimilda sem fallnar eru úr gildi eru endurgreiðslur virðisaukaskatts vegna:

  1. þjónustu við hönnun eða eftirlit með framkvæmdum við íbúðar- og frístundahúsnæði,
  2. vinna við byggingu frístundahúsnæðis, eða endurbætur og viðhald þess,
  3. vinna við bílaviðgerðar, bílamálningar eða bílaréttingar fólksbifreiða, og
  4. vinna við heimilisaðstoð eða reglulegrar umhirðu íbúðarhúsnæðis.

Jafnframt hafa almennar endurgreiðslur vegna vinnu á byggingarstað við nýbyggingu íbúðarhúsnæðis verið lækkaðar úr 100% virðisaukaskatts af vinnu manna í 60%.

Hér fyrir neðan er að finna ítarlegri upptalningu á þeim endurgreiðsluheimildum sem fallið hafa úr gildi eða sem tekið hafa breytingum síðastliðna mánuði.

Lækkun endurgreiðslu vegna vinnu manna við byggingu, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis

Tímabundnar endurgreiðslur sem fallið hafa úr gildi

Tímabilið 1. mars 2020 til og með 30. júní 2022

Tímabilið 1. mars 2020 til og með 31. desember 2021

Ítarefni

Nánari upplýsingar

Hvar finn ég reglurnar


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum