Fréttir og tilkynningar


Unglingum fæddum 2008 ranglega sent bréf

10.2.2023

Mistök áttu sér stað við úttekt á úrtaki til sendingar bréfs til 16 ára unglinga. Um 1500 unglingar í 2008 árgangi rötuðu ranglega inn í úrtakið og fengu bréf sem ætlað var unglingum fæddum árið 2007.

Í bréfinu voru þau boðin velkomin í samskipti við Skattinn þar sem þau verða 16 ára á árinu, en það á aðeins við um þau sem fædd eru árið 2007.

Þau sem ranglega fengu bréf munu fá annað bréf sent þar sem þessi leiðu mistök verða leiðrétt. Engar breytingar hafa verið gerðar í tölvukerfum á skattalegum högum þeirra.

Þau áhugasömustu geta strax farið að hlakka til að fá samskonar bréf á næsta ári.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum