Rangar kröfur í netbönkum hjá launagreiðendum í skilum
Villa varð við vinnslu upplýsinga vegna staðgreiðslu og tryggingagjalds sem varð til þess að rangar kröfur birtust í netbönkum launagreiðenda. Unnið er að því að fjarlægja rangar kröfur.
Launagreiðendur sem réttilega greiddu staðgreiðslu og tryggingagjald fyrir eindaga þurfa ekki að bregðast við.
Rétta skuldastöðu við ríkissjóð má finna á mínum síðum Ísland.is.
Launagreiðendur sem eiga eftir að greiða
Þau sem eiga eftir að greiða staðgreiðslu, tryggingagjald og eftir atvikum fjársýsluskatt geta greitt kröfuna. Komi sú staða upp að krafan hverfi þrátt fyrir að ekki hafi verið greitt má greiða í dag með því að slá inn upplýsingar um OCR rönd eða leggja inn á reikning hjá viðkomandi innheimtumanni.