Fréttir og tilkynningar


Álagningarskrá einstaklinga vegna tekjuársins 2022 lögð fram

17.8.2023

Álagningarskrá vegna álagningar á einstaklinga á árinu 2023 vegna tekjuársins 2022 er til sýnis frá 17. ágúst til 31. ágúst að báðum dögum meðtöldum. 

Skrá yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga er til sýnis á almennum starfsstöðvum Skattsins utan Reykjavíkur en í Reykjavík í Tollhúsinu, Tryggvagötu 19. 

Óheimilt er að eiga við skrána, taka afrit með rafrænum hætti eða ljós- eða hreyfimyndir. 

Auglýsing ríkisskattstjóra í Stjórnartíðindum


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum