Tilkynning vegna innleiðingar island.is á nýrri innskráningarþjónustu
Stafrænt Ísland
(island.is) lokar eldri innskráningarþjónustu 1. október 2024 þetta felur meðal
annars í sér að ekki verður hægt að nota íslykil til innskráningar.
Forráðamenn (prókúruhafar) fyrirtækja notuðu áður íslykil fyrirtækis til að skrá sig inn og veita starfsmönnum umboð til notkunar á Tollalínu og VEF-tollafgreiðslu fyrir hönd fyrirtækja.
Það mun ekki lengur verða hægt og stofna þarf umboð að nýju í kerfi Ísland.is.
Stofna þarf ný umboð nú þegar
Stefnt er að því að gangsetja VEF-tollafgreiðslu með nýju auðkenningunni mánudaginn 30. september 2024 og Tollalínu fimmtudaginn 3. október 2024. Tilkynningar um nákvæmar tímasetningar verða birtar í kerfunum.
- Gömlu umboðin verða virk þar til kerfin hafa verið uppfærð
- Eftir uppfærslu kerfanna verður ekki hægt að skrá sig inn nema nýtt umboð hafi verið veitt
Hvað þarf prókúruhafi að gera
- Prókúruhafi fyrirtækis veitir starfsfólki sínu aðgang með umboði á Ísland.is.
- Einnig getur prókúruhafi gefið starfsmanni umboð til aðgangsstýringar fyrir hönd fyrirtækisins.
- Stofna þarf tvö umboð fyrir þá sem eiga að aðgangsstýra; annarsvegar umboð til aðgangsstýringar og hinsvegar að hvaða upplýsingum eða kerfum viðkomandi má geta veitt aðgang að.
Sjá leiðbeiningar um auðkenningu og umboð
Starfsmenn skrá sig inn á sama hátt og áður en minniháttar breyting verður á útliti viðmóts við innskráningu.