Fréttir og tilkynningar


Birting álagningar lögaðila

27.10.2022

Álagning lögaðila fer fram 31. október nk. og eru álagningaseðlar birtir á þjónustuvef Skattsins 27. október. Kröfur vegna innheimtu gjalda í kjölfar álagningar birtast í netbönkum sama dag.

Forsendur álagningar og skýringar á seðli

Skatturinn birtir ítarlegar upplýsingar um forsendur álagningar og skýringar á álagningarseðli. Farið er yfir skatta og gjöld sem lögð eru á í álagningu og af hvaða stofni þau eru reiknuð.

Lesa nánar

Auðkenning á þjónustuvef

Álagningarseðill lögaðila er birtur á þjónustuvef Skattsins og er þar aðgengilegur. Nauðsynlegt er að auðkenna sig við innskráningu með veflykli.

Lesa nánar um veflykla

Innheimta skulda

Innheimta skatta og gjalda í kjölfar álagningar er í höndum innheimtumanns í hverjum landshluta. Á höfuðborgarsvæðinu er það í höndum Skattsins en utan þess viðkomandi Sýslumanns.

Gjalddagar eru tveir, 1. nóvember og 1. desember.

Nákvæma greiðslustöðu má sjá á mínum síðum á Ísland.is undir fjármál (innskráning á Ísland.is er með Íslykli)

Upplýsingar um bankareikninga innheimtumanna

Áætlanir – framtali ekki skilað

Hafi skattframtali lögaðila ekki verið skilað inn ber að skila því eins fljótt og auðið er. Enn er opið fyrir framtalsskil á þjónustuvef Skattsins.

Framtölum sem skilað var inn eftir framtalsfrest þann 30. september sl. fá í flestum tilfellum áætlun, en eru tekin fyrir og afgreidd sem kærur við fyrsta tækifæri. 

Opna þjónustuvef

Kærufrestur er til 30. nóvember nk.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum