Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa
Breytingar á tollskrá o.fl., sem taka gildi 1. september 2023.
Varðar m.a. innflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar.
1. Breytingar verða á tollskrá með gildistöku 1. september 2023.
- Í 39. Kafla bætist við eitt tollskrárnúmer fyrir plastpoka til heimilisnota.
- Breytingar verða á 87. kafla sem snúa að tengi- og festivögnum til landbúnaðarnota. Níu tollskrárnúmer falla úr gildi og tólf númer koma í staðinn. Krafa er um leyfi frá Matvælastofnun við innflutning á notuðum slíkum vögnum.
- Sjá nánar í auglýsingu fjármálaráðuneytisins um breyting á viðauka I við tollalög nr. 88 18. maí 2005, með síðari breytingum sem birt verður í stjórnartíðindum á morgun 30. ágúst 2023.
- Uppfærðir tollskrárlyklar verða birtir á þessari síðu í dag eða á morgun: https://www.skatturinn.is/tollskrarlyklar
2. Krafa um skráningu úthlutunarnúmers tollkvóta í reit 39.
- Skýrslur þar sem nýta á tollkvóta og sendar eru inn án þess að fyllt sé út í reit 39 munu stöðvast í tollafgreiðslu.
- Búast má við töfum á afgreiðslu ef reitur 39 er óútfylltur. Sjá einnig eldri tilkynningar um sama efni.