Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Kröfu um skráningu úthlutunarnúmers tollkvóta frestað til 1. september 2023

29.6.2023

Þar sem sum hugbúnaðarhús hafa ekki lokið innleiðingu á virkni til skráningar á upplýsingum um úthlutaðan tollkvóta í reit 39 verður fullri innleiðingu í tollakerfi frestað til 1. september næstkomandi.

Upplýsingar um þessar breytingar hafa legið fyrir síðan fyrir síðustu áramót.

· Skýrslur þar sem nýta á tollkvóta og sendar eru inn án þess að fyllt sé út í reit 39 munu stöðvast í tollafgreiðslu. Búast má við töfum á afgreiðslu ef reitur 39 er óútfylltur.

· Frá og með 1. september 2023 verður þess krafist að skrá úthlutunarnúmer vegna tollkvóta í reit 39 á tollskýrslu sé það ekki gert stöðvast skýrslan með villu og ekki verður hægt að tollafgreiða skýrsluna.

· Eftir 1. september munu innflytjendur sem ætla að nýta tollkvóta að snúa sér til tollmiðlara ef ekki er hægt að skrá úthlutunarnúmerið í reit 39 í kerfum þeirra.

Sjá nánar:

Úthlutunarnúmer sett í reit 39 á SAD innflutningsskýrslu

Nú óskar innflytjandi eftir undanþágu frá tollum á grundvelli tollkvótaúthlutunar sem byggð er á tollkvótareglugerðum eða tollkvótaúthlutunum. Þá ber að setja úthlutunarnúmer Matvælaráðuneytisins í reit númer 39 á SAD innflutningsskýrslunni.

Jafnframt á áfram að setja undanþágubeiðnina UND TKV01 í reit 44 á SAD innflutningsskýrslunni (óbreytt frá því sem verið hefur).

Sjá einnig: https://www.skatturinn.is/fagadilar/tollamal/hugbunadarhus/tilkynningar-til-hugbunadarhusa/tollkvotauthlutanir-breytingar-a-tollkerfum-fra-01.01.2023

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum