Skattfrjáls nýting séreignasparnaðar á leidretting.is framlengd út árið 2025
Alþingi samþykkti á dögunum framlengingu á heimild til skattfrjálsrar nýtingar séreignasparnaðar inn á höfuðstól fasteignaláns og heimild til skattfrjálsrar úttektar á uppsöfnuðum séreignasparnaði við kaup og öflun íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Ráðstöfun heldur sjálfkrafa áfram – ekkert þarf að gera
Þau sem eru með virka umsókn 31. desember 2024 og vilja halda áfram að ráðstafa séreignasparnaði inn á lán þurfa ekkert að gera.
Unnið er að tæknilegum uppfærslum vegna framlengingar úrræðisins til 31. desember 2025.
Ef þú vilt hætta ráðstöðvun
Einstaklingar sem vilja hætta að ráðstafa séreignarsparnaði inn á lán þurfa að:
- Skrá sig inn á leiðrétting.is með rafrænum skilríkjum eða veflykli
- Opna umsókn um ráðstöfun séreignasparnaðar
- Velja „óvirkja umsókn“
Athuga þarf að ef valið er að óvirkja umsókn eru allar innborganir inn á lán stöðvaðar strax. Það á við um allar innborganir úr öllum sjóðum, einnig uppsafnaðar innborganir hjá sjóðunum vegna fyrri mánaða sem enn eru í vörslu sjóðsins.
Nýjar umsóknir
Tekið er á móti nýjum umsóknum frá þeim sem vilja nýta sér úrræðið. Umsókn gildir frá og með umsóknarmánuði.