Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Breytingar á Tollakerfi Skattsins vegna álagningar úrvinnslugjalda í innflutningi

3.10.2022

Vakin er athygli á að þann 1. janúar 2023 taka gildi lög nr. 103/2021 „Lög um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).“ 

Í 36. gr. laganna kemur meðal annars fram að Skatturinn muni annast álagningu úrvinnslugjalda af gjaldskyldum vörum í innflutningi og vegna innlendrar gjaldskyldrar framleiðslu sem og álagningu skilagjalds af ökutækjum.

Breytingarnar munu meðal annars hafa áhrif á tollafgreiðslu á innflutningsskýrslum. Tollakerfi Skattsins vegna SAD innflutningsskýrslu verður breytt og hugbúnaðarhús munu þurfa að breyta tollskýrslugerðarhugbúnaði sínum til samræmis. Ekki er gert ráð fyrir því að breyta úrvinnslu á eldri gerð innflutningsskýrslu (E1) í Tollakerfinu. Þessar breytingar, ásamt ýmsu öðru, valda því að eingöngu verður hægt að senda Skattinum nýja gerð tollskýrslu (SAD) frá og með 01.01.2023 (leiðréttingar á áður tollafgreiddum E1 skýrslum verða áfram á pappír, eins og verið hefur). Innflytjendur,sem ekki hafa látið uppfæra tölvukerfi sín fyrir SAD tollskýrslur, þurfa því að gera það nú þegar til að komast hjá óþægindum.

Gert er ráð fyrir því að nánari leiðbeiningar fyrir hugbúnaðarhús verði birtar á skatturinn.is fyrir 5. nóvember n.k.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum