Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa
Rafrænt undirrituð löndunarvottorð og staðfest afrit tollskýrslu í Tollalínu
Innflytjendur og tollmiðlarar geta nú sótt Löndunarvottorð / Landing Certificate af tollafgreiddri SAD tollskýrslu í tollalínuna án endurgjalds. Þar er jafnframt hægt að sækja staðfest afrit af SAD tollskýrslu.
Skjölin eru rafrænt undirrituð auk þess sem áritun og stimpill er í reit J á skýrslunni.
Leiðbeiningar: finnið tollskýrsluna í
tollalínunni með því að leita að sendingarnúmeri. Í skjalaflipanum neðarlega á
síðunni er hægt að velja um Löndunarvottorð eða Staðfest afrit skjölin vistast
í skjalaflipanum og er halað niður.
Eyðublaðið TS-110 er
ekki lengur notað nema fyrir gamlar skýrslur (E1) greiða þarf fyrir útgáfu þess
samkvæmt gjaldskrá.