Sendingar og pakkar til landsins
Allar vörur sem fluttar eru til landsins eru tollskyldar án tillits til verðmætis nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum og reglugerðum, svo sem vegna tollfríðinda tækifærisgjafa eða ferðamanna.
Þetta þýðir að allar vörur eru tollskyldar hvort sem verðmæti þeirra er $1 eða $1.000. Ekki skiptir heldur máli hvernig vara var flutt til landsins. Hér má nefna innflutning með póstsendingu, hraðsendingu, almennri frakt eða farangur ferðamanna sem uppfyllir ekki skilyrði tollfríðinda eða þau fullnýtt.