Hvar er pakkinn minn?

Það fer eftir því með hvaða hætti varan var send til landsins. Í mörgum tilfellum sendir seljandinn þér svokallað tracking númer. Það getur þú notað til að fylgjast með sendingunni á leiðinni til landsins.

Vörur eru aldrei sendar til Skattsins.

  • Vara send í pósti berst til Íslandspósts.
  • Vara send með hraðsendingarfyrirtæki berst til viðkomandi fyrirtækis á Íslandi.
  • Vara send með öðrum farmflytjanda til dæmis skipafélagi eða flugfélagi er í höndum þess þar til þú færð hana afhenta.

Þessir aðilar hafa samband við þig þegar varan er komin til að afhenda þér vöruna eftir að tollafgreiðslu er lokið og jafnframt ef frekari upplýsingar vantar til að geta framkvæmt tollafgreiðslu, til dæmis ef vörureikning vantar.


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum