Fréttir og tilkynningar


Frestun á greiðslu staðgreiðslu og tryggingagjalds

27.1.2022

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um greiðsludreifingu eða frestun á greiðslu staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds samkvæmt nánari reglum þar um.

Þeir launagreiðendur sem fengu á árinu 2021 frest til greiðslu á afdreginni staðgreiðslu og tryggingagjaldi af launum til 15. dags janúar 2022 (eindagi bar upp á 17. janúar) geta nú sótt um að þeirri greiðslu verði dreift í sex jafnháa hluta þar sem fyrsta greiðsla er 1. september 2022 og mánaðarlega eftir það.

Launagreiðendur sem stunda að meginstarfsemi rekstur gististaðs með áfengisveitingum eða áfengisveitingastaði og hafa þurft að sæta takmörkun á opnunartíma veitingastaða vegna sóttvarnaráðstafana, er heimilt að fresta allt að tveimur gjalddögum staðgreiðslu af launum og tryggingagjaldi sem eru á gjalddaga 1. janúar 2022 til og með 1. júní 2022.

Sótt er um í gegnum þjónustusíðu rekstraraðila hjá Skattinum, skattur.is. Umsóknarfrestur vegna greiðsludreifingar vegna áður frestaðra gjalddaga frá árinu 2021 er til og með 31. janúar 2022. Umsóknarfrestur vegna gjalddaga á árinu 2022 er til og með 31. desember 2022 vegna gjalddaga 1. janúar s.á. en vegna annarra gjalddaga á eindaga þess tímabils sem sótt er um fyrir. 

Nánari upplýsingar um úrræðið


Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum