Fréttir og tilkynningar


Gjalddagi virðisaukaskatts er 7. febrúar nk. – flýting álagningar

1.2.2022

Vakin er athygli á að gjalddagi vegna uppgjörstímabilsins nóvember-desember 2021 sem og janúar-desember 2021 (ársskila) er 7. febrúar næstkomandi.

Hafi skýrsla ekki borist degi síðar, þ.e. þann 8. febrúar, verður virðisaukaskattur áætlaður.

Rekstraraðilar eru hvattir til þess að skila skýrslu á réttum tíma til að komast hjá því að sæta áætlun og sérstaks gjalds sem lagt er á skýrslu sem skilað er í stað áætlunar. 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum