Fréttir og tilkynningar


Gjalddagi gistináttaskatts þann 7. febrúar 2022 og áframhaldandi niðurfelling

2.2.2022

Vakin er athygli á því að gjalddagi gistináttaskatts vegna uppgjörstímabilanna janúar-febrúar og mars 2020 er þann 7. febrúar nk. Enn fremur er vakin athygli á því að niðurfelling gistináttaskatts hefur verið framlengd út árið 2023.

Sé gistináttaskatti vegna framangreindra uppgjörstímabila ekki skilað fyrir gjalddaga þann 7. febrúar nk. verður lagt álag á vangreiddan gistináttaskatt sem nemur 1% af þeirri fjárhæð sem vangreidd er fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó að hámarki 10%. Sé skattinum ekki skilað innan mánaðar frá gjalddaga leggjast dráttarvextir á gjaldfallna fjárhæð og reiknast þeir frá gjalddaga.

Með lögum nr. 131/2021, um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2022, var gildistími ákvæðis til bráðabirgða nr. I við lög nr. 87/2011, um gistináttaskatt, framlengdur til 31. desember 2023. Ákvæðið kveður á um að ekki skuli innheimta gistináttaskatt af sölu gistingar sem veitt var á tímabilinu 1. apríl 2020 til og með 31. desember 2021. Gistináttaskattur skal því ekki lagður á sölu gistingar sem veitt er á tímabilinu 1. apríl 2020 til og með 31. desember 2023. 


Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum