Fréttir og tilkynningar


Einn gjalddagi - nýjung á skattframtali

25.2.2022

Vakin er athygli á að við framtalsskil er framteljendum nú heimilt, áður en álagning fer fram, að óska eftir að greiða skattaálagningu í einu lagi á fyrsta gjalddaga eftir álagningu, 1. júní.

Á skattframtali 2022 verður nú hægt að óska eftir með haki í þar til gerðan reit, að greiða útvarpsgjald og ógreidd þing og sveitarsjóðsgjöld í einu lagi, í stað þess að þeim sé skipt. 

Útvarpsgjaldi er almennt dreift á þrjá gjalddaga (júní-ágúst) og ógreiddum þing- og sveitarsjóðsgjöldum er almennt dreift á allt að sjö gjalddaga (júní-desember).

Hjá þeim sem þess óska falla öll gjöldin á gjalddaga 1. júní nk. Eindagi skattaálagningar sem fellur í gjalddaga 1. júní er síðasti virki dagur júnímánaðar og leggjast dráttarvextir á alla ógreidda álagningu frá gjalddaga ef ekki er greitt fyrir eindaga.

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum