Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa


Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa

Viðurkenndur útflytjandi og REX-kerfi ESB um skráða útflytjendur

13.1.2022

Upprunavottorð EUR.1 skírteini

Í EES-samningnum er að finna sérstaka bókun um uppruna vöru. Meginreglan er sú að til þess að vara sé talin hafa EES uppruna þarf hún að vera framleidd innan svæðisins úr hráefnum sem þar eru fengin eða uppfylla tilteknar kröfur um aðvinnslureglur. Innflytjandi vöru, sem uppfyllir skilyrði upprunareglna viðeigandi fríverslunarsamnings, þarf að leggja fram upprunasönnun í innflutningslandinu til stuðnings kröfu um fríðindameðferð vörunnar.

Í ofangreindri bókun er gerð krafa um notkun tiltekinna eyðublaða til sönnunar á uppruna, þ.e. EUR.1 skírteinis og yfirlýsingar útflytjanda á vörureikningi. Skatturinn gefur út EUR.1 skírteini Án þessara sannana um uppruna njóta upprunavörurnar ekki hags af ákvæðum EES-samningsins.

Viðurkenndur útflytjandi

Þessu til viðbótar vottar Skatturinn fyrirtæki sem „viðurkennda útflytjendur“ Fyrirtæki hljóta leyfi sem viðurkenndir útflytjendur flytji þau reglubundið út vöru sem uppfyllir skilyrði fríverslunarsamninga til tollfríðinda, svokallaða upprunavöru.Viðurkenndur útflytjandi má gefa út yfirlýsingu á vörureikningi vegna allra sendinga án tillits til verðmætis þeirra.

REX-kerfi ESB um skráða útflytjendur

Íslensk tollyfirvöld eru ekki aðilar að REX-kerfi um skráða útflytjendur sem starfrækt er af Evrópusambandinu. REX-kerfið heldur utan um upprunayfirlýsingar sem tengjast almenna tollívilnanakerfi (e. Generalised System of Preference, GSP) ESB, Noregs og Sviss. REX upprunayfirlýsingar eru ekki teknar gildar sem upprunaskírteini hjá íslenskum tollyfirvöldum.

Áritun upprunayfirlýsingar á vörureikningi

Sem viðurkenndur útflytjandi fær fyrirtækið úthlutað leyfisnúmeri sem honum ber að tilgreina í yfirlýsingu á vörureikningi. Íslenska leyfisnúmerið samanstendur af fjórum tölustöfum, IS og útgáfuári viðurkenningar. Dæmi: 0023-IS21

Íslensk útgáfa

Útflytjandi framleiðsluvara, sem skjal þetta tekur til (leyfi tollyfirvalda nr. ...), lýsir því yfir að vörurnar séu, ef annars er ekki greinilega getið, af ...... fríðindauppruna

Listi yfir viðurkennda útflytjendur

Nánar um umsókn um viðurkennda útflytjendur

Nánari upplýsingar um REX-kerfi (Registered Exporter System) ESB

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum