Fréttir og tilkynningar


Varað við netsvikum

23.3.2022

Enn á ný er herja netþrjótar á fólk í nafni Skattsins í þeim tilgangi að hafa af þeim peninga eða fjárhagsupplýsingar.

Fólk er beðið um að sýna ítrustu varúð og gefa ekki upp upplýsingar sé minnsti grunur um að eitthvað vafasamt gæti verið á ferðinni.

Einkenni netsvika í tölvupósti eru gjarnan:

  • Málvillur og einkennilegt málfar
  • Tilkynning um inneign eða skuld sem þú áttir ekki von á
  • Skuld eða inneign ekki greidd eftir hefðbundnum traustum leiðum
  • Óskað eftir kortanúmeri eða öðrum fjárhagsupplýsingum strax.

Svindl eru þó oft sannfærandi og einkenni og trúverðugleiki þekktra fyrirtækja og stofnana eru notuð til að blekkja. Á meðfylgjandi myndum má sjá bréf sem barst einum skjólstæðingi Skattsins. Við fyrstu sýn virðist ekkert athugavert við bréfið, merki skattsins í bréfsefni, formlegt mál, stimpill embættisins og nafn og undirskrift starfsmanns (nafn hefur verið afmáð). En í raun er hér sannfærandi svindl á ferðinni sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

Viðtakandi bréfsins fylgdi sem betur fer innsæinu og athugaði málið betur. Okkur vitandi hefur enginn gengið í þessa gildru en það verður ekki ítrekað nógu oft að fara öllu með gát. 

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum