Fréttir og tilkynningar


Opið fyrir umsóknir um veitingastyrk

16.3.2022

Búið er að opna fyrir umsóknir um veitingastyrki samkvæmt lögum nr. 8/2022. Veitingastyrkur er greiddur vegna veitingarekstrar á tímabilinu nóvember 2021 til og með mars 2022 til þeirra sem sætt hafa takmörkunum á opnunartíma. Umsókn þarf að berast eigi síðar en 30. júní 2022.

Rekstraraðilar sem starfrækja veitingastað í flokki II eða III skv. 4. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, og staður þar sem selt er áfengi, og eftir atvikum matur, til neyslu á staðnum sem heyrir undir rekstrarleyfi gististaðar í flokki IV skv. 3. gr. sömu laga geta eftir atvikum sótt um veitingastyrk.

Rekstraraðili þarf að hafa fengið rekstrarleyfi fyrir 1. desember og sætt takmörkun á opnunartíma í þeim almanaksmánuði sem umsókn varðar vegna opinberra sóttvarnaráðstafana til að geta átt rétt á veitingastyrk. Jafnframt þarf starfsemi af því tagi sem um ræðir að hafa byrjað fyrir 1. desember 2021. Þá þarf tekjufall sem rekja má til heimsfaraldurs kórónuveiru að hafa verið a.m.k. 20% auk þess sem uppfylla þarf ýmis önnur skilyrði.

Veitingastyrkur er greiddur vegna rekstrar á tímabilinu nóvember 2021 til og með mars 2022.

Eins og áður er sótt um á þjónustuvef Skattsins. Ef umsækjandi um veitingastyrk er félag (lögaðili) skráir prókúruhafi sig inn á sína þjónustusíðu og fer þannig inn á svæði félagsins. Sjálfstætt starfandi einstaklingur fer inn í umsóknina í gegnum sína eigin þjónustusíðu. Leiðbeiningar við umsókn eru á COVID-19 síðum Skattsins en umsóknin er alveg sambærileg við umsóknir um fyrri covid styrki.

Umsókn um veitingastyrk þarf að berast eigi síðar en 30. júní 2022.

 

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar með umsókn

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum